Kjötframleiðsla í nóvember 2024 var samtals 2.008 tonn, 2% meiri en í nóvember 2023. Svínakjötsframleiðslan var 1% minni en í nóvember í fyrra og nautakjötsframleiðslan 5% minni. Hins vegar var alifuglaframleiðslan 6% meiri. Þá var útungun kjúklinga til slátrunar 4% minni en í nóvember 2023.