Kjötframleiðsla í október 2024 var samtals 6.334 tonn, 2% minni en í október 2023. Svínakjötsframleiðslan var 3% minni en í október í fyrra. Hins vegar var alifuglaframleiðslan 14% meiri og nautakjötsframleiðslan 9% meiri.
Sauðfjárslátrun lauk í október, heildarframleiðsla yfir sláturtíðina reyndist 5% minni en 2023 eða 7.964 tonn, bæði vegna færri skrokka og minni fallþunga. Kindakjötsframleiðslan hefur aðeins einu sinni verið minni sl. 40 ár eða árið 1997 en þar munar aðeins 61 tonni.