Áætlað heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins fyrir árið 20181 var 62,7 milljarður á grunnverði, að meðtöldum vörustyrkjum en frátöldum vörusköttum2, og lækkaði það um 0,1% á árinu. Lækkun framleiðsluvirðis má rekja til 3,3% minna framleiðslumagns og 3,3% verðhækkunar, samanborið við árið áður.
Virði afurða búfjárræktar er áætlað 42,2 milljarðar króna, þar af vörutengdir styrkir og skattar um 11,7 milljarðar króna. Virði afurða nytjaplönturæktar eru 16,3 milljarðar, þar af vörutengdir styrkir og skattar 651 milljónir króna. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er áætluð 40,6 milljarðar árið 2018 og jókst hún um 0,6% frá fyrra ári. Breytingu á notkun aðfanga má rekja til 5,7% magnlækkunar og 6,8% hækkunar á verði.
Afkoma landbúnaðarins 2016-2018 | ||||
Á verðlagi hvers árs, millj.kr. | 2016 | 2017 | 2018* | % breyting milli 2017 og 2018 |
Virði afurða nytjaplönturæktar | 16.121 | 16.691 | 16.282 | -2,5 |
Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af nytjaplönturækt | 118 | 604 | 651 | 7,8 |
Virði afurða búfjárræktar | 42.538 | 42.039 | 42.241 | 0,5 |
Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af búfjárrækt | 10.574 | 11.598 | 11.734 | 1,2 |
Tekjur af landbúnaðarþjónustu | 334 | 293 | 303 | 3,4 |
Tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi | 4.084 | 3.749 | 3.855 | 2,8 |
Heildarframleiðsluvirði | 63.077 | 62.772 | 62.680 | -0,1 |
Kostnaður við aðfanganotkun | 40.674 | 40.342 | 40.604 | 0,6 |
Vergt vinnsluvirði | 22.403 | 22.430 | 22.076 | -1,6 |
Afskriftir fastafjármuna | 5.554 | 6.275 | 6.275 | 0,0 |
Hreint vinnsluvirði | 16.849 | 16.154 | 15.801 | -2,2 |
Aðrir framleiðslustyrkir | 186 | 205 | 189 | -7,8 |
Aðrir framleiðsluskattar | 0 | 0 | 0 | .. |
Þáttatekjur | 17.035 | 16.359 | 15.989 | -2,3 |
Launakostnaður | 6.186 | 6.511 | 6.661 | 2,3 |
Rekstrarhagnaður/einyrkjatekjur | 10.849 | 9.848 | 9.328 | -5,3 |
Leiga og önnur leigugjöld af fasteignum sem ber að greiða (jarðaleiga) | 235 | 169 | .. | .. |
Fjármagnsgjöld | 4.469 | 4.303 | .. | .. |
Fjáreignatekjur | 184 | 198 | .. | .. |
*Áætlað |