Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2019 var áætlað 65 milljarðar króna á grunnverði, þ.e. að meðtöldum vörustyrkjum en frátöldum vörusköttum,1 og hækkaði um 6,8% á árinu. Hækkun framleiðsluvirðis má rekja til 4,2% verðhækkunar og 2,5% aukningar framleiðslumagns í samanburði við árið áður.

Virði afurða búfjárræktar var áætlað 43,1 milljarður króna og þar af vörutengdir styrkir og skattar um 12,1 milljarður króna. Virði afurða nytjaplönturæktar voru 17,5 milljarðar og þ.a. vörutengdir styrkir og skattar 667 milljónir króna. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild var áætluð 42,5 milljarðar árið 2019 og hækkaði um 4,2% frá fyrra ári. Rekja má breytingu á notkun aðfanga til 6,2% hækkunar á verði og 1,9% magnlækkunar.

Afkoma landbúnaðarins 2017-2019
Á verðlagi hvers árs, millj. kr. 2017 2018 2019* % milli áranna 2018/2019
Virði afurða nytjaplönturæktar 16.691 14.399 17.498 21,5
Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af nytjaplönturækt 604 519 667 28,5
Virði afurða búfjárræktar 42.039 42.188 43.136 2,2
Þ.a. vörutengdir styrkir og skattar af búfjárrækt 11.598 11.543 12.110 4,9
Tekjur af landbúnaðarþjónustu 293 309 327 5,8
Tekjur af óaðskiljanlegri aukastarfsemi 3.749 3.963 4.038 1,9
Heildarframleiðsluvirði 62.772 60.859 65.000 6,8
Kostnaður við aðfanganotkun 40.342 40.840 42.548 4,2
Vergt vinnsluvirði 22.430 20.019 22.452 12,2
Afskriftir fastafjármuna 6.275 6.642 6.642 0,0
Hreint vinnsluvirði 16.154 13.377 15.810 18,2
Aðrir framleiðslustyrkir 205 203 208 2,5
Aðrir framleiðsluskattar 0 0 0 0
Þáttatekjur 16.359 13.580 16.018 18,0
Launakostnaður 6.511 6.406 6.792 6,0
Rekstrarhagnaður/einyrkjatekjur 9.848 7.174 9.226 28,6
Leiga og önnur leigugjöld af fasteignum sem ber að greiða (jarðaleiga) 169 169 169 0,0
Fjármagnsgjöld 4.303 4.738 4.738 0,0
Fjáreignatekjur 198 188 188 0,0
Tekjur af atvinnurekstri 5.574 2.455 4.507 83,6
*Áætlað

1 Vörutengdir styrkir eru til að mynda beingreiðslur.

Talnaefni