Hagstofa Íslands gefur nú í fyrsta sinn út Hagtíðindi um landbúnað þar sem greint er frá fyrstu niðurstöðum landbúnaðarrannsóknarinnar og annarri tölfræði um landbúnað sem unnin er á Hagstofunni.

Samkvæmt niðurstöðum landbúnaðarrannsóknar fyrir árið 2010 er nytjað landbúnaðarland, utan afrétta, um 15% af heildarstærð Íslands. 2.592 býli stunduðu landbúnað árið 2010 og tæp 29% þeirra höfðu tekjur af annarri starfsemi en búrekstrinum. Rúm 8% af býlum höfðu hærri tekjur af öðru en búrekstri.

Landbúnaður 2010-2012 - Útgáfa

Talnaefni