Rekstrar- og efnahagsyfirlit landbúnaðarins eru nú gefin út fyrir ræktun nytjajurta og plöntufjölgun. Yfirlitin eru byggð á rekstrarframtölum og sett fram á formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga. Rekstraraðilum í landbúnaði er hér skipt í atvinnugreinaflokka eftir skiptingu tekna úr landbúnaði samkvæmt framtölum. Hver rekstraraðili er færður í þann flokk sem svarar til þeirrar búgreinar sem skilar honum hæstu hlutfalli tekna.

Birtar eru tölur fyrir eftirtaldar greinar:

• Ræktun á aldingrænmeti og papriku (ISAT 01.13.1)
• Ræktun á kartöflum (ISAT 01.13.2)
• Ræktun á öðru ótöldu grænmeti, rótum og hnýði (ISAT 01.13.9)
• Blómarækt (ISAT 01.19.1)
• Ræktun annarra nytjajurta (aðilar sem tilheyra ISAT flokkum 01.1 og 01.2 en eru annars ekki sundurliðaðir     sérstaklega)
• Plöntufjölgun (ISAT 01.30.0)

Rekstraraðilar í ræktun nytjaplantna og plöntufjölgun voru samanlagt 202 talsins árið 2017. Tekjur þeirra námu tæplega 6,1 milljarði króna það ár og 93% tekna má rekja til sölu landbúnaðarvara. Gjöld námu 5,5 milljörðum króna.

Tekjur, gjöld og afkoma úr ræktun nytjaplantna

Flestir rekstraraðilar og mest umsvif eru í tengslum við ræktun á ótöldu grænmeti, rótum og hnýði, en til þeirrar greinar telst meðal annars ræktun blað- og stilkgrænmetis, gulróta, gulrófa og sveppa. Tekjur í greininni voru 2,3 milljarðar króna árið 2017, lækkuðu um 138 millijónir króna (5,7%) frá árinu áður, en gjöld stóðu í stað og námu tæpum 2,2 milljörðum króna.

Árið 2017 voru tekjur rekstraraðila með kartöflurækt sem aðalstarfssemi rétt ríflega 1 milljarður króna og jukust um 146 milljónir króna (17%) frá fyrra ári, en gjöld hækkuðu um 56 milljónir króna (8%). Þar af leiðandi batnaði afkoma greinarinnar fyrir fjármagnsliði og skatta (EBIT) um 90 milljónir króna (60%) og nam 240 milljónum króna.

Alls voru 19 aðilar sem höfðu aðalstarfssemi af ræktun aldingrænmetis og papriku (þ.m.t. agúrku og tómata) árið 2017. Tekjur í greininni voru 1.238 milljónir króna og höfðu aukist um 15 milljónir króna (1%) frá árinu áður. Gjöld hækkuðu um 87 milljónir króna (8%), en þar munar mest um hækkun launa og launatengdra gjalda.

Útdráttur úr rekstrar- og efnahagsyfirliti nytjaplönturæktar og plöntufjölgunar
Fjöldi, milljónir króna   2016 2017 Breyting, %
Ræktun á aldingrænmeti og
papriku (ISAT 01.13.1)
Fjöldi aðila 18 196
Tekjur1.223 1.2381
Gjöld1.101 1.1898
Hagnaður, EBIT12250-59
Ræktun á kartöflum (ISAT 01.13.2) Fjöldi aðila 46 44-4
Tekjur879 1.02517
Gjöld729 7858
Hagnaður, EBIT15024060
Ræktun á öðru ótöldu grænmeti,
rótum og hnýði (ISAT 01.13.9)
Fjöldi aðila 64 59-8
Tekjur2.434 2.296-6
Gjöld2.165 2.1600
Hagnaður, EBIT268136-49
Blómarækt (ISAT 01.19.1) Fjöldi aðila 23 22-4
Tekjur927 9321
Gjöld803 8324
Hagnaður, EBIT125100-20
Ræktun annarra nytjajurta1 Fjöldi aðila 42 432
Tekjur317 297-6
Gjöld320 286-11
Hagnaður, EBIT-311535
Plöntufjölgun (ISAT 01.30.0) Fjöldi aðila 13 1515
Tekjur252 30019
Gjöld233 28221
Hagnaður, EBIT2018-6
1Aðilar ræktunar annarra nytjajurta tilheyra ÍSAT númerum úr ÍSAT flokkum 01.1 og 01.2 sem eru ekki sundurliðuð sérstaklega í útgefnu talnaefni.

Talnaefni