Loðdýrabú voru rekin með tapi á árunum 2014-2017. Rekstraraðilum í loðdýrarækt fækkaði um 13 frá árinu 2013 til árins 2017, og störfuðu þá 30 aðilar í greininni. Tekjur þeirra námu 726 milljónum króna árið 2017 og 86% tekna mátti rekja til sölu loðdýraafurða. Gjöld námu 873 milljónum króna það ár og skiptust þau þannig: vöru- og hráefnisnotkun 376 m.kr. (43,1%), laun og launatengd gjöld 208 m.kr. (23,9%), annar rekstrarkostnaður 202 m.kr. (23,2%) og fyrningar 87 m.kr. (9,9%). Myndin hér að neðan sýnir þróun tekna og gjalda 2008-2017, auk fjölda rekstraraðila.

Tekjur og gjöld loðdýrabúa 2008-2017

Árið 2017 reyndust eignir aðila í loðdýrarækt vera um 1.461 milljónir króna og eigið fé 161 milljón króna. Myndin hér fyrir neðan lýsir þróun efnahags loðdýrabænda 2008-2017.

Eignir og eiginfjárhlutfall loðdýrabúa 2008-2017

Um rekstrar- og efnahagsyfirlit landbúnaðarins
Rekstrar- og efnahagsyfirlit landbúnaðarins eru nú gefin út fyrir loðdýrarækt. Yfirlitið er byggt á rekstrarframtölum og sett fram á formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga. Rekstraraðilum í landbúnaði er skipt í atvinnugreinaflokka eftir skiptingu tekna úr landbúnaði samkvæmt framtölum. Hver rekstraraðili er færður í þann flokk sem svarar til þeirrar búgreinar sem skilar honum hæstu hlutfalli tekna.

Talnaefni