Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um rekstur og efnahag þriggja greina landbúnaðar fyrir árin 2008-2016, þ.e. fyrir sauðfjárbú, kúabú og önnur nautgripabú. Upplýsingarnar eru settar fram eftir landsvæði og stærðarskiptingu búa. Er þetta í fyrsta sinn sem Hagstofan birtir samfelldar tímaraðir fyrir þessar greinar landbúnaðarins. Upplýsingarnar eru byggðar á skattframtölum og landbúnaðarskýrslum og settar fram á formi hefðbundinna rekstrar- og efnahagsreikninga.

Sauðfjárbú
Á árinu 2016 voru 1.477 bú með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi og hafði þeim fækkað um tæplega 14% frá árinu 2008 þegar þau voru 1.712. Rekstrartekjur sauðfjárbúa voru um 13,1 ma.kr. árið 2016 sem er það sama og rekstartekjurnar voru árið 2008 á föstu verðlagi.

Kúabú
Kúabúum hefur farið fækkandi. Á árinu 2016 voru 631 kúabú með ræktun mjólkurkúa sem aðalstarfsemi og hafði þeim fækkað úr 707 búum frá árinu 2008 eða um tæplega 11%. Meðalstærð kúabúa óx um 12,6% frá 2008, úr 37,1 mjólkurkú að meðaltali árið 2008 í 41,8 árið 2016
Velta kúabúa nam 23,9 ma.kr. árið 2016 samanborið við 22,9 ma.kr. árið 2008 á verðlagi ársins 2016 og hækkaði hún um 4,6%. Af þeim þremur greinum sem hér er fjallað um er kúabúskapur skuldsettastur. Eigið fé var neikvætt um tæplega 1,2 ma.kr. í lok árs 2016, en hefur styrkst verulega á síðustu árum.

Þetta er fyrsta birting rekstrar- og efnahagsyfirlits landbúnaðargreina og stefnt er að því að birta tölur árlega. Tölur fyrir árið 2017 verða birtar síðar á þessu ári þegar mestur hluti skattaskila liggur fyrir.

Talnaefni