Út er komið hefti Hagtíðinda í efnisflokknum Laun, tekjur og vinnumarkaður þar sem birtar eru niðurstöður úr launakönnun Hagstofunnar um meðallaun á almennum vinnumarkaði 2005.
Árið 2005 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun 315 þúsund krónur og árslaun 4,2 milljónir króna. Heildarfjöldi greiddra stunda að baki árslaunum var að meðaltali 45,7 klst. á viku. Regluleg mánaðarlaun hækkuðu um 10,4% frá fyrra ári, heildarmánaðarlaun um 12,6% og árslaun um 12,9%. Niðurstöðurnar byggja á upplýsingum frá fyrirtækjum í launakönnun Hagstofunnar sem starfa í iðnaði, mannvirkjagerð og byggingarstarfsemi, verslun og viðgerðarþjónustu og samgöngum og flutningum.
Laun á almennum vinnumarkaði 2005 - Hagtíðindi
Talnaefni