FRÉTT LAUN OG TEKJUR 23. SEPTEMBER 2009


Launavísitala hækkaði um 0,02% frá fyrri mánuði

Launavísitala í ágúst 2009 er 358,1 stig og hækkaði um 0,02% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,2%.

Launavísitala 2008-2009
Desember 1988=100   Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
  Vísitala launa- mánaðar Breyting frá fyrra mánuði, %
  Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %
 
2008          
Ágúst 350,4 0,5 10,2 10,4 9,1
September 352,2 0,5 7,1 8,8 9,0
Október 353,3 0,3 5,3 7,7 8,8
Nóvember 351,3 -0,6 1,0 5,5 7,8
Desember 353,6 0,7 1,6 4,3 8,3
Meðaltal 345,0 . . . 8,1
2009          
Janúar 355,7 0,6 2,7 4,0 7,5
Febrúar 355,7 0,0 5,1 3,0 6,7
Mars 356,1 0,1 2,9 2,2 5,5
Apríl 355,4 -0,2 -0,3 1,2 4,4
Maí 356,0 0,2 0,3 2,7 4,1
Júní 356,7 0,2 0,7 1,8 3,0
Júlí 358,0 0,4 3,0 1,3 2,6
Ágúst 358,1 0,0 2,4 1,4 2,2
Skýring: Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við meðallaun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð.

Kaupmáttur launa dróst saman um 0,5% frá fyrri mánuði
Vísitala kaupmáttar launa í ágúst 2009 er 105,9 stig og lækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 7,8%.

 

Kjarasamningar á tímabilinu
Í júlí sl. voru undirritaðar breytingar og framlenging kjarasamninga flestra aðildarfélaga BSRB og ríkis og sveitarfélaga. Samkvæmt samningunum er gert ráð fyrir hækkun launataxta í þremur áföngum, þann 1. júlí 2009, 1. nóvember 2009 og 1. júní 2010. Samkvæmt samningunum hækkuðu launataxtar undir 180 þúsund krónum um 6.750 krónur þann 1. júlí sl. Í júlímánuði voru jafnframt sambærilegir samningar gerðir á milli ríkis og sveitarfélaga og stéttarfélaga starfsmanna á almennum vinnumarkaði.

Samkvæmt ákvörðun Kjararáðs frá 17. júlí 2009 lækkuðu laun skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands um 5-8% frá 1. ágúst 2009.

Talnaefni 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.