Laun hækkuðu um 0,6% í janúar
Launavísitala í janúar 2009 er 355,7 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,5%.
Kaupmáttur launa hefur dregist saman um 9,4% síðustu 12 mánuði
Vísitala kaupmáttar launa í janúar er 109,0 stig og er óbreytt frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 9,4%.
Kjarasamningar á tímabilinu
Samkvæmt kjarasamningi Félags grunnskólakennara og Launanefndar sveitarfélaganna hækkuðu laun félagsmanna um 2,5% þann 1. janúar 2009.
Í breytingum launavísitölu í janúar gætir einnig áhrifa annarra kjarasamninga á sveitarstjórnarstiginu sem gerðir voru undir lok síðasta árs. Þá gætir einnig áhrifa kjarasamnings Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var þann 5. desember sl.
Launavísitala 2008-2009 | |||||
Desember 1988=100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | ||||
Vísitala launa- mánaðar | Breyting frá fyrra mánuði, % | ||||
Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
2008 | |||||
Janúar | 330,9 | 1,3 | 8,0 | 7,1 | 6,2 |
Febrúar | 333,5 | 0,8 | 9,7 | 7,9 | 6,8 |
Mars | 337,6 | 1,2 | 14,2 | 9,2 | 7,8 |
Apríl | 340,5 | 0,9 | 12,1 | 10,0 | 8,2 |
Maí | 342,0 | 0,4 | 10,6 | 10,1 | 7,9 |
Júní | 346,2 | 1,2 | 10,6 | 12,4 | 8,5 |
Júlí | 348,8 | 0,7 | 10,1 | 11,1 | 9,1 |
Ágúst | 350,4 | 0,5 | 10,2 | 10,4 | 9,1 |
September | 352,2 | 0,5 | 7,1 | 8,8 | 9,0 |
Október | 353,3 | 0,3 | 5,3 | 7,7 | 8,8 |
Nóvember | 351,3 | -0,6 | 1,0 | 5,5 | 7,8 |
Desember | 353,6 | 0,7 | 1,6 | 4,3 | 8,3 |
Meðaltal | |||||
2009 | |||||
Janúar | 355,7 | 0,6 | 2,7 | 4,0 | 7,5 |
Skýring: Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við meðallaun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð. |