Laun lækkuðu um 0,6% í nóvember
Launavísitala í nóvember 2008 er 351,3 stig og lækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%.
Kaupmáttur launa hefur dregist saman um 7,7% síðustu 12 mánuði
Vísitala kaupmáttar launa í nóvember er 109,9 stig og lækkaði um 2,3% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 7,7%.
Kjarasamningar á tímabilinu
Samkvæmt samkomulagi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, frá 22. október sl. hækkuðu laun félagsmanna um 20.300 krónur frá 1. nóvember. Sambærilegt samkomulag var undirritað á milli fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Tollvarðafélags Íslands.
Launavísitala 2007-2008 | |||||
Desember 1988=100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | ||||
Vísitala launa- mánaðar | Breyting frá fyrra mánuði, % | ||||
Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
2007 | |||||
Nóvember | 325,9 | 0,4 | 6,1 | 5,8 | 8,3 |
Desember | 326,6 | 0,2 | 4,4 | 4,8 | 8,6 |
Meðaltal | 319,1 | . | . | . | 9,0 |
2008 | |||||
Janúar | 330,9 | 1,3 | 8,0 | 7,1 | 6,2 |
Febrúar | 333,5 | 0,8 | 9,7 | 7,9 | 6,8 |
Mars | 337,6 | 1,2 | 14,2 | 9,2 | 7,8 |
Apríl | 340,5 | 0,9 | 12,1 | 10,0 | 8,2 |
Maí | 342,0 | 0,4 | 10,6 | 10,1 | 7,9 |
Júní | 346,2 | 1,2 | 10,6 | 12,4 | 8,5 |
Júlí | 348,8 | 0,7 | 10,1 | 11,1 | 9,1 |
Ágúst | 350,4 | 0,5 | 10,2 | 10,4 | 9,1 |
September | 352,2 | 0,5 | 7,1 | 8,8 | 9,0 |
Október | 353,3 | 0,3 | 5,3 | 7,7 | 8,8 |
Nóvember | 351,3 | -0,6 | 1,0 | 5,5 | 7,8 |
Skýring: Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við meðallaun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð. |
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.