Launavísitala hækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði
Launavísitala í nóvember 2009 er 365,4 stig og hækkaði um 1,5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,0%.
Launavísitala 2008-2009 | |||||
Desember 1988=100 | Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar | ||||
Vísitala launa- mánaðar | Breyting frá fyrra mánuði, % | ||||
Síðustu 3 mánuði, % | Síðustu 6 mánuði, % | Síðustu 12 mánuði, % | |||
2008 | |||||
Nóvember | 351,3 | -0,6 | 1,0 | 5,5 | 7,8 |
Desember | 353,6 | 0,7 | 1,6 | 4,3 | 8,3 |
Meðaltal | 345,0 | . | . | . | 8,1 |
2009 | |||||
Janúar | 355,7 | 0,6 | 2,7 | 4,0 | 7,5 |
Febrúar | 355,7 | 0,0 | 5,1 | 3,0 | 6,7 |
Mars | 356,1 | 0,1 | 2,9 | 2,2 | 5,5 |
Apríl | 355,4 | -0,2 | -0,3 | 1,2 | 4,4 |
Maí | 356,0 | 0,2 | 0,3 | 2,7 | 4,1 |
Júní | 356,7 | 0,2 | 0,7 | 1,8 | 3,0 |
Júlí | 358,0 | 0,4 | 3,0 | 1,3 | 2,6 |
Ágúst | 358,1 | 0,0 | 2,4 | 1,4 | 2,2 |
September | 359,0 | 0,3 | 2,6 | 1,6 | 1,9 |
Október | 360,1 | 0,3 | 2,4 | 2,7 | 1,9 |
Nóvember | 365,4 | 1,5 | 8,4 | 5,4 | 4,0 |
Skýring: Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við meðallaun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð. |
Kaupmáttur launa jókst um 0,7% frá fyrri mánuði
Vísitala kaupmáttar launa í nóvember 2009 er 105,2 stig og hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 4,3%.
Kjarasamningar á tímabilinu
Samkvæmt samkomulagi um breytingar á kjarasamningum milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, sem undirritað var þann 25. júní sl. hækkuðu lágmarkskauptaxtar verkafólks og afgreiðslufólks um kr. 6.750 þann 1. nóvember 2009. Lágmarkskauptaxtar iðnaðarmanna og skrifstofufólks hækkuðu um kr. 8.750 frá sama tíma. Í samkomulaginu var einnig kveðið á um að almenn 3,5% launaþróunartrygging kæmi til framkvæmda 1. nóvember 2009. Frá þeirri hækkun dragast hækkanir á launum starfsmanns frá og með 1. janúar 2009 til og með 1. nóvember 2009, þ.m.t. vegna hækkunar lágmarkskauptaxta kjarasamninga.
Samkvæmt samkomulagi sem Launanefnd sveitarfélaganna gerði við 33 stéttarfélög innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Alþýðusambands Íslands þann 8. júlí 2009 um framlengingu og breytingar á kjarasamningum, hækkuðu lægstu virku launaflokkar um kr. 6.750 þann 1. nóvember 2009. Sambærilegt samkomulag var gert á milli Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs annars vegar og hluta af aðildarfélögum BSRB og við aðildarfélög ASÍ.
Talnaefni