FRÉTT LAUN OG TEKJUR 22. OKTÓBER 2008

Launavísitala í september 2008 er 352,2 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrri mánuði.

Í hækkun vísitölunnar gætir áhrifa miðlunartillögu ríkissáttasemjara í  kjaradeilu  Ljósmæðrafélags Íslands  og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Samkvæmt miðlunartillögunni sem samþykkt var þann 19. september sl. hækkuðu laun félagsmanna um 22,6% að meðaltali, þar af 5% í tengslum við framkvæmd stofnanasamninga.  Hækkunin sem tók gildi þann 1. ágúst sl. kom til framkvæmda í september.

Samkvæmt ákvörðun Kjararáðs frá 27. ágúst 2008, hækkuðu mánaðarlaun þeirra sem heyra undir ráðið, annarra en skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands um 20.300 krónur frá 1. maí 2008. Þá hækkuðu einingar sem greiddar eru vegna fastrar yfirvinnu um 10,8%. Ákvörðun Kjararáðs kom til framkvæmda í september og gætir áhrifa hennar því í hækkun vísitölunnar nú.

Stéttarfélag lögfræðinga og fjármálaráðherra gerðu með sér samkomulag  þann 11. ágúst 2008, um sérstakt 6,7 milljón króna framlag til stofnanasamninga sem ætlað er til eflingar grunnlauna almennra lögfræðinga. Í hækkun vísitölunnar koma fram áhrif af framkvæmd samkomulagsins.

Í vísitölunni gætir einnig áhrifa yfirlýsingar menntamálaráðherra vegna nýrra laga um framhaldsskóla frá 18. júní 2008  sem lögð var fram í tengslum við samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings Kennarasambands Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs frá 16. júní. Samkvæmt yfirlýsingunni hækkar heildarlaunagrunnur í framhaldsskólum um 4%.

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 9,0%.

Launavísitala 2007-2008
Desember 1988=100   Umreiknað til árshækkunar miðað við hækkun vísitölunnar
Vísitala launa- mánaðar Breyting frá fyrra mánuði, %
Síðustu 3 mánuði, % Síðustu 6 mánuði, % Síðustu 12 mánuði, %
 
2007
September 323,1 0,6 5,2 6,4 8,1
Október 324,6 0,5 6,1 6,5 8,1
Nóvember 325,9 0,4 6,1 5,8 8,3
Desember 326,6 0,2 4,4 4,8 8,6
Meðaltal 319,1 . . . 9,0
2008
Janúar 330,9 1,3 8,0 7,1 6,2
Febrúar 333,5 0,8 9,7 7,9 6,8
Mars 337,6 1,2 14,2 9,2 7,8
Apríl 340,5 0,9 12,1 10,0 8,2
Maí 342,0 0,4 10,6 10,1 7,9
Júní 346,2 1,2 10,6 12,4 8,5
Júlí 348,8 0,7 10,1 11,1 9,1
Ágúst 350,4 0,5 10,2 10,4 9,1
September 352,2 0,5 7,1 8,8 9,0
Skýring: Launavísitala er reiknuð og birt skv. lögum nr. 89/1989. Vísitalan miðast við meðallaun í hverjum mánuði og er reiknuð og birt um miðjan næsta mánuð.


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.