Hagstofa Íslands hefur birt greinargerð með samantekt á upplýsingum um opinbera launatölfræði samkvæmt stöðutöku fyrir árið 2018.

Um er að ræða upplýsingar sem upphaflega voru birtar í viðauka skýrslu nefndar um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiuppýsinga sem gefin var út 1. febrúar 2019.

Það er von Hagstofunnar að samantektin komi notendum að gagni. Rétt er að benda á að staða launatölfræðinnar getur breyst vegna framþróun verkefna, svo sem við umbætur á gögnum, aðferðum og breytingum á útgáfum.

Í greinargerðinni er gerð grein fyrir alþjóðlegum skuldbindingum í opinberri launatölfræði, fjallað um þau gögn sem notuð eru í útgáfu opinberrar launatölfræði og greint frá helstu útgáfum í launatölfræði.

Opinber launatölfræði 2018 - Greinargerð