TALNAEFNI LAUN OG TEKJUR 09. SEPTEMBER 2024

Ársfjórðungsleg vísitala heildarlauna hækkaði um 5,7% á milli annars ársfjórðungs 2023 og sama ársfjórðungs 2024. Á sama tímabili hækkaði vísitala launakostnaðar um 1,3%.

Mikill munur á ársbreytingu vísitalnanna skýrist af því að páskar féllu á fyrsta ársfjórðung ársins 2024 í stað annars eins og árið 2023 og því færðust frídagar milli ársfjórðunga. Þetta hefur áhrif á vísitölu launakostnaðar, sem byggir á unnum stundum, en ekki vísitölu heildarlauna sem byggir á greiddum stundum.

Talnaefni
Vísitala heildarlauna
Vísitala launakostnaðar

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1250 , netfang laun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.