Ársfjórðungsleg vísitala heildarlauna hækkaði um 8,3% á milli annars ársfjórðungs 2024 og sama ársfjórðungs 2025. Á sama tímabili hækkaði vísitala launakostnaðar um 12,6%.
Mikill munur á ársbreytingu vísitalnanna skýrist af því að páskar féllu á annan ársfjórðung ársins 2025 í stað fyrsta eins og árið 2024 og því færðust frídagar á milli ársfjórðunga. Þetta hefur áhrif á vísitölu launakostnaðar sem byggir á unnum stundum en ekki vísitölu heildarlauna sem byggir á greiddum stundum.
Talnaefni
Vísitala heildarlauna
Vístala launakostnaðar