Út er komið hefti Hagtíðinda í efnisflokknum Laun, tekjur og vinnumarkaður þar sem birtar eru niðurstöður vísitölu launa árið 2008. Í heftinu er fjallað um vísitölu launa og gerð grein fyrir þróun hennar á árinu 2008. Vísitala launa endurspeglar þróun reglulegra launa á íslenskum vinnumarkaði og er gefin út ársfjórðungslega. Birtar eru niðurstöður eftir atvinnugrein og starfsstétt á almennum vinnumarkaði en heildarvísitala opinberra starfsmanna.
Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 8,0% að meðaltali á milli áranna 2007 og 2008 samkvæmt vísitölu launa. Laun verkafólks hækkuðu mest á tímabilinu eða um 9,7% en laun stjórnenda hækkuðu minnst, 6,1%. Laun eftir atvinnugrein hækkuðu mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðum, 9,8%, en minnst hækkuðu laun í iðnaði, 7,5%. Laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 9,0% á sama tímabili.
Vísitala launa 2008 – Hagtíðindi