FRÉTT LAUN OG TEKJUR 04. DESEMBER 2008


Laun hækkuðu um 2,2% frá fyrri ársfjórðungi
Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 2,2% hærri á þriðja ársfjórðungi 2008 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 1,1% að meðaltali og laun opinberra starfsmanna um 4,8%.  Frá fyrra ári hækkuðu laun um 9,4%, þar af um 8,9% á almennum vinnumarkaði og um 10,7% hjá opinberum starfsmönnum.

Ellefu prósenta árshækkun á launum verkafólks á almennum vinnumarkaði
Frá fyrri ársfjórðungi hækkuðu laun verkafólks mest eða um 1,5% en laun tækna og sérmenntaðs starfsfólks hækkuðu minnst, um 0,8%. Laun verkafólks hækkuðu jafnframt mest frá fyrra ári eða um 11,0% en laun stjórnenda hækkuðu minnst, 6,8%.

Mestar launahækkanir í byggingarstarfsemi en minnstar í verslun
Hækkun launa eftir atvinnugrein mældist mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 2,2% frá fyrri ársfjórðungi en minnst mældist hækkun launa í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu 0,6%. Frá fyrra ári hækkuðu regluleg laun jafnframt mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða um 11,6% en minnst mældist hækkunin í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,1%.

Helstu hækkanir samkvæmt kjarasamningum
Í framhaldi af gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sem að mestu leyti komu til framkvæmda á fyrsta og öðrum ársfjórðungi, komu kjarasamningar fjölmennra hópa opinberra starfsmanna til framkvæmda á þeim þriðja.
 
Samkvæmt samningi Félags framhaldsskólakennara og ríkis hækkuðu laun félagsmanna um 20.300 krónur frá 1. júní 2008. Samhljóða ákvæði er að finna í samningi 20 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) og ríkis. Samningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkis kvað á um 14-15% meðalhækkun dagvinnulauna frá 1. júlí. Samkvæmt samningi Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna hækkuðu laun félagsmanna um 25.000 krónur þann 1. júlí síðastliðinn og um 9.000 krónur þann 1. ágúst, auk þess sem gerðar voru breytingar á röðun í launatöflur. Miðlunartillaga ríkissáttarsemjara í kjaradeilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkis kvað á um hækkun launa félagsmanna um 22,6% að meðaltali frá 1. ágúst. Samkvæmt ákvörðun Kjararáðs hækkuðu mánaðarlaun þeirra sem heyra undir ráðið, annarra en skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands um 20.300 krónur frá 1. maí 2008. Í tengslum við yfirlýsingu menntamálaráðherra vegna nýrra laga um framhaldsskóla sem lögð var fram í tengslum við samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings aðila, hækkaði heildarlaunagrunnur í framhaldsskólum um 4%.

Vísitala launa helstu launaþegahópa 2006-2008
Meðaltal Starfsmenn á almennum
2005=100 Alls  vinnumarkaði Opinberir starfsmenn
Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting
frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra
  Vísitala ársfj., % ári, % Vísitala ársfj., % ári, % Vísitala ársfj., % ári, %
2006
1. ársfj. 106,8 4,2 9,7 106,7 4,1 9,3 107,2 4,5 10,6
2. ársfj. 108,7 1,7 9,4 108,2 1,4 8,9 109,8 2,4 10,6
3. ársfj. 112,0 3,0 11,0 112,1 3,6 11,4 111,6 1,7 10,1
4. ársfj. 114,0 1,8 11,2 114,3 1,9 11,5 113,2 1,4 10,3
Meðaltal 110,3 . 10,3 110,3 . 10,3 110,4 . 10,4
2007
1. ársfj. 118,6 4,1 11,0 119,1 4,2 11,7 117,4 3,7 9,5
2. ársfj. 120,2 1,4 10,6 120,9 1,5 11,7 118,6 1,1 8,1
3. ársfj. 121,8 1,3 8,8 122,6 1,5 9,4 119,9 1,0 7,4
4. ársfj. 123,6 1,5 8,4 124,8 1,8 9,2 120,8 0,8 6,7
Meðaltal 121,0 . 9,7 121,8 . 10,4 119,2 . 7,9
2008
1. ársfj. 127,0 2,8 7,1 128,1 2,6 7,5 124,6 3,1 6,1
2. ársfj. 130,4 2,6 8,5 132,0 3,1 9,2 126,6 1,6 6,7
3. ársfj. 133,3 2,2 9,4 133,5 1,1 8,9 132,7 4,8 10,7

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.