FRÉTT LAUN OG TEKJUR 08. DESEMBER 2009


Laun hækkuðu um 0,7% frá fyrri ársfjórðungi
Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 0,7% hærri á þriðja ársfjórðungi 2009 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 0,8% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 0,4%.  Frá fyrra ári hækkuðu laun um 2,1%, þar af um 0,8% á almennum vinnumarkaði og um 4,9% hjá opinberum starfsmönnum.


Laun verkafólks hækkuðu um 1,6% frá fyrri ársfjórðungi
Frá fyrri ársfjórðungi hækkuðu laun verkafólks mest eða um 1,6% en laun stjórnenda hækkuðu um 0,1% á sama tímabili. Frá fyrra ári hækkuðu laun verkafólk einnig mest eða um 4,3% en laun stjórnenda lækkuðu hins vegar um 4,1% á sama tímabili.


Laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð lækka frá fyrri ársfjórðungi
Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun launa í samgöngum og flutningum 1,9%. Á sama tímabili lækkuðu laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um 0,4%. Frá fyrra ári hækkuðu regluleg laun mest í iðnaði um 3,6 % en laun í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð lækkuðu um 3,0% á sama tímabili.

Breytingar vísitölu launa helstu launaþegahópa 2006-2009
Starfsmenn á almennum Opinberir
Alls

 vinnumarkaði

starfsmenn

Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting
frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra
  ársfj., % ári, % ársfj., % ári, % ársfj., % ári, %
2006
1. ársfj. 4,2 9,7 4,1 9,3 4,5 10,6
2. ársfj. 1,7 9,4 1,4 8,9 2,4 10,6
3. ársfj. 3,0 11,0 3,6 11,4 1,7 10,1
4. ársfj. 1,8 11,2 1,9 11,5 1,4 10,3
Meðaltal . 10,3 . 10,3 . 10,4
2007
1. ársfj. 4,1 11,0 4,2 11,7 3,7 9,5
2. ársfj. 1,4 10,6 1,5 11,7 1,1 8,1
3. ársfj. 1,3 8,8 1,5 9,4 1,0 7,4
4. ársfj. 1,5 8,4 1,8 9,2 0,8 6,7
Meðaltal . 9,7 . 10,4 . 7,9
2008
1. ársfj. 2,8 7,1 2,6 7,5 3,1 6,1
2. ársfj. 2,6 8,5 3,1 9,2 1,6 6,7
3. ársfj. 2,2 9,4 1,1 8,9 4,8 10,7
4. ársfj. 0,4 8,3 -0,5 6,4 2,7 12,7
Meðaltal . 8,3 . 8,0 . 9,0
2009
1. ársfj. 0,8 6,2 0,3 4,1 1,8 11,3
2. ársfj. 0,2 3,6 0,2 1,2 0,0 9,5
3. ársfj. 0,7 2,1 0,8 0,8 0,4 4,9


Kjarasamningar sem komu til framkvæmda á tímabilinu
Samkvæmt samkomulagi um breytingar á kjarasamningum milli helstu aðila á vinnumarkaði var launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda í mars seinkað. Fyrri hluti hækkunarinnar kom til framkvæmda á þriðja ársfjórðungi en almennir launataxtar hækkuðu um 6.750 krónur 1. júlí sl. Síðari hluti hækkunarinnar kom til framkvæmda 1. nóvember 2009.

Samkvæmt ákvörðun Kjararáðs frá 17. júlí 2009 lækkuðu laun skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands um 5-8% frá 1. ágúst 2009.


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.