Vinsamlega athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 2. september 2013 9:00 frá upprunalegri útgáfu. 

Laun hækkuðu um 0,6% frá fyrri ársfjórðungi
Regluleg laun voru að meðaltali 0,6% hærri á þriðja ársfjórðungi 2012 en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 5,7% að meðaltali, hækkunin var 5,8% á almennum vinnumarkaði og 5,3% hjá opinberum starfsmönnum.

 

Laun hækkuðu mest í fjármálaþjónustu
Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun reglulegra launa mest í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum eða um 1,3%. Á sama tímabili hækkuðu laun um 0,2% í atvinnugreininni iðnaði. Frá fyrra ári hækkuðu laun einnig mest í fjármálaþjónustu eða um 9,3% og minnst í byggingarstarfsemi um 4,0%.

Þá hækkuðu laun stjórnenda mest frá fyrri ársfjórðungi eða um 1,1% en laun verkafólks og iðnaðarmanna hækkuðu að meðaltali um 0,4% á sama tímabili.  Laun sérfræðinga hækkuðu mest frá fyrra ári eða um 7,3% en laun verkafólks hækkuðu minnst, um 4,3%.

Útgefnar tölur um launaþróun eftir starfsstéttum leiðréttar á 1. og 2. ársfjórðungi 2012
Vegna endurskoðunar á vægi starfsstétta breytast áður útgefnar tölur vísitölu launa á almennum vinnumarkaði eftir starfsstéttum á fyrsta og öðrum ársfjórðungi 2012, en engin breyting er á vísitölu launa í heild. Fréttir um vísitölu launa á fyrsta og öðrum ársfjórðungi og töflur á vef Hagstofunnar hafa verið uppfærðar.


Talnaefni