FRÉTT LAUN OG TEKJUR 05. MARS 2008

Vísitala launa er 123,6 stig á fjórða ársfjórðungi 2007 og hækkaði um 1,5% frá fyrri ársfjórðungi.  Vísitala launa á almennum vinnumarkaði hækkaði um 1,8% á sama tímabili og vísitala launa fyrir opinbera starfsmenn um 0,8%.

Árshækkun vísitölu launa var 8,4% á fjórða ársfjórðungi 2007, 9,2% á almennum vinnumarkaði og 6,7% hjá opinberum starfsmönnum. 

Vísitala launa á almennum vinnumarkaði eftir starfsstétt
Ársfjórðungshækkun reglulegra launa var mest hjá sérfræðingum, 2,3% en minnst hjá stjórnendum, 1,1%. Regluleg laun skrifstofufólks hækkuðu mest frá fjórða ársfjórðungi 2006 eða um 12,4% en regluleg laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst, 7,8%.

Vísitala launa á almennum vinnumarkaði eftir atvinnugrein
Ársfjórðungshækkun reglulegra launa var mest í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum (J), 2,4% en minnst var hækkunin í samgöngum og flutningum (I), 1,2%.  Frá fjórða ársfjórðungi 2006 hækkuðu regluleg laun í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum (J) mest eða um 15,1% en minnst var hækkunin í iðnaði (D), 6,8%.

Vísitala launa helstu launaþegahópa 2006-2007
Meðaltal Starfsmenn á almennum
2005=100 Alls  vinnumarkaði Opinberir starfsmenn
Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting Breyting
frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra frá fyrri frá fyrra
  Vísitala ársfj., % ári, % Vísitala ársfj., % ári, % Vísitala ársfj., % ári, %
2006
1. ársfj. 106,8 4,2 9,7 106,7 4,1 9,3 107,2 4,5 10,6
2. ársfj. 108,7 1,7 9,4 108,2 1,4 8,9 109,8 2,4 10,6
3. ársfj. 112,0 3,0 11 112,1 3,6 11,4 111,6 1,7 10,1
4. ársfj. 114,0 1,8 11,2 114,3 1,9 11,5 113,2 1,4 10,3
Meðaltal 110,3 . 10,3 110,3 . 10,3 110,4 . 10,4
2007
1. ársfj. 118,6 4,1 11,0 119,1 4,2 11,7 117,4 3,7 9,5
2. ársfj. 120,2 1,4 10,6 120,9 1,5 11,7 118,6 1,1 8,1
3. ársfj. 121,8 1,3 8,8 122,6 1,5 9,4 119,9 1,0 7,4
4. ársfj. 123,6 1,5 8,4 124,8 1,8 9,2 120,8 0,8 6,7
Meðaltal 121,0 . 9,7 121,8 . 10,4 119,2 . 7,9

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.