FRÉTT LÍFSKJÖR 03. JÚLÍ 2015

Hlutfall fólks sem skorti efnisleg gæði á Íslandi lækkaði úr 6,6% í 5,5% milli áranna 2013 og 2014. Árið 2013 var þetta hlutfall á Íslandi það fimmta lægsta í Evrópu.

Þegar skortur er greindur eftir atvinnustöðu skera öryrkjar sig úr, en árið 2014 skorti 23% þeirra efnisleg gæði. Hlutfallið var mun lægra á meðal atvinnulausra, eða 12,5%, og enn lægra á meðal annarra hópa.

Skortur á efnislegum gæðum er tíðari meðal einstæðra foreldra og barna þeirra en hjá öðrum heimilisgerðum. Árið 2014 skorti 20,3% þessa hóps efnisleg gæði. Til samanburðar má nefna að hlutfallið var 4,6% á meðal þeirra sem bjuggu á heimilum tveggja fullorðinna og tveggja barna. Þá var hlutfallið nokkuð hátt á meðal fólks undir 65 ára aldri sem býr eitt á heimili, eða 15,1%.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum Hagtíðindum um félagsvísa sem Hagstofan hefur gefið út í dag.

Féagsvísar: Skortur á efnislegum gæðum 2014 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.