FRÉTT MANNFJÖLDASPÁ 15. ÁGÚST 2023

Mannfjöldaspáin sem Hagstofa Íslands birti árið 2022 byggir á nýjum tölfræðilíkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga. Framreikningarnir eru byggðir á stöðluðum tölfræðilegum og lýðfræðilegum aðferðum. Með nýja tölfræðilíkaninu er hægt að búa til staðbundnar spár þar sem komið er í veg fyrir ofmat íbúafjölda, t.d. vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga en áætlaður fjöldi þeirra íbúa sem eru með búsetu á Íslandi er um 2,5% minni en skráður fjöldi. Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar.

Framreikningsaðferðin felur ekki í sér áhrif hugsanlegra áfalla af náttúrulegum, félagslegum eða efnahagslegum orsökum og heldur ekki áhrif fjölda flóttamanna. Sem dæmi má nefna að miðgildisspáin fyrir fólksfjölgun vegna ársins 2022 er 2,02% á meðan skráð fólksfjölgun árið 2022 var 3,06%. Munurinn skýrist að öllu leyti af óvenju miklum flóttamannastraumi sem nam 0,96% aukiningu á mannfjölda. Mannfjöldaspáin verður uppfærð um leið og nýjar upplýsingar verða tiltækar. Notendur eru þess vegna hvattir til að veita Hagstofunni endurgjöf í formi eigindlegra og/eða megindlegra upplýsinga.

Aðferðafræði við mannfjöldaspá Hagstofu Íslands byggð á bayesískum tölfræðilíkönum — Hagtíðindi

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1030 , netfang mannfjoldi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.