Af óviðráðanlegum orsökum verður uppfærslu í hagtölum á dánarorsökum 2010 sem birta átti hinn 11. september 2012 frestað um óákveðinn tíma.
Birtingu á tölum um forsjá barna við skilnað og sambúðarslit 2011 sem birta átti þann 11. september 2012 verður frestað til 25. september 2012.
Ítarleg sundurliðun á fæðingum á árinu 2012 sem frestað var sl. vor verður birt í hagtölum hinn 25. september 2012.
Talnaefni um erlendan uppruna landsmanna 1. janúar 2012 sem einnig var frestað sl. vor verður birt í hagtölum hinn 25. september 2012.
Sjá reglur um birtingar Hagstofu Íslands.