Hinn 1. desember 2020 verður mörkum Austurlands og Suðurlands í landsvæðaskiptingu Hagstofu Íslands breytt þannig að framvegis mun Sveitarfélagið Hornafjörður tilheyra Suðurlandi.

Tákntölu Sveitarfélagsins Hornafjarðar verður af þeim sökum breytt úr 7708 í 8401. Auðkennisnúmerum heimilisfanga í Þjóðskrá (húskódum) verður breytt til samræmis frá sama tíma þannig að þau byrja á 8401 í stað 7708.

Tákntölur sveitarfélaga 1952–2020 og landsvæðaskipting Hagstofunnar 1920–2020 — Greinargerð