FRÉTT MANNFJÖLDI 15. FEBRÚAR 2006

Hagstofa Íslands hefur nú gefið út Hagtíðindi undir málaflokknum Mannfjöldi um búferlaflutninga árið 2005.

Þar kemur fram að árið 2005 hafi einkennst af umfangsmiklum búferlaflutningum milli landa. Aðfluttir umfram brottflutta í millilandaflutningum voru 3.860 þetta ár. Ári áður nam þessi tala 530 íbúum. Í öllum landshlutum voru aðfluttir fleiri en brottfluttir í millilandaflutningum. Þar munar mestu um flutninga til Austurlands en þar var flutningsjöfnuður (aðfluttir umfram brottflutta) í millilandsflutningum rúmlega 115 á hverja 1.000 íbúa. Ef einungis er tekið mið af  innanlandsflutningum til Austurlands vekur athygli að brottfluttir Austfirðingar voru fleiri en aðfluttir. Þá vekur athygli að á höfuðborgarsvæðinu í heild voru brottfluttir í innanlandsflutningum heldur fleiri en aðfluttir. Mestur tilflutningur innanlands var til landsvæða næst höfuðborgarsvæðinu, einkum á Suðurnesjum.

Talnaefni

Búferlaflutningar 2005 - Hagtíðindi

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.