FRÉTT MANNFJÖLDI 13. JÚLÍ 2004

Á öðrum ársfjórðungi 2004 voru skráðar 15.415 breytingar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar af fluttu 8.610 innan sama sveitarfélags, 4.573 milli sveitarfélaga, 1.355 til landsins og 877 frá því. Á þessu tímabili fluttu því 478 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Brottfluttir Íslendingar voru 169 fleiri en aðfluttir en aðfluttir erlendir ríkisborgarar 647 fleiri en brottfluttir. Að þessu sinni komu langflestir erlendir ríkisborgarar frá Portúgal (414) og Ítalíu (90).
       Á þessu þriggja mánaða tímabili voru aðfluttir til höfuðborgarsvæðisins 113 fleiri en brottfluttir. Þar munaði mestu um Hafnarfjörð en þangað voru aðfluttir 142 fleiri en brottfluttir. Af landsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins voru tvö með fleira aðkomufólk en brottflutta; Austurland (512) og Suðurland (39). Á Austurlandi var einkum um að ræða flutninga frá útlöndum; aðfluttir umfram brottflutta í flutningum milli landa voru 525 á öðrum fjórðungi ársins 2004. Aftur á móti voru brottfluttir heldur fleiri en aðfluttir í innanlandsflutningum til Austfjarða (13). 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.