FRÉTT MANNFJÖLDI 26. MARS 2009

Út er komið nýtt hefti Hagtíðinda þar sem gerð er grein fyrir þróun búsetu eftir landsvæðum og sveitarfélögum á tímabilinu 1988-2007.

Skýrslan er byggð á nýjum gagnagrunni Hagstofunnar þar sem búferlaflutningar eru gerðir upp eftir flutningsári í stað skráningarárs eins og venja er. Þetta gerir gögnin hentugri til rannsókna á búsetuþróun, en því fylgir sá böggull að vegna síðkominna tilkynninga og leiðréttinga er ekki hægt að birta nýjustu tölur nema með árs töf.

Þá er sú nýjung í heftinu að þróun búferlaflutninga eftir sveitarfélögum er gerð upp með samræmdum hætti á þessu tveggja áratuga skeiði og allar tölur miðaðar við skiptingu sveitarfélaganna í lok árs 2007.

Loks er í fyrsta skipti birt greining á flutningum frá sjónarhóli þeirra sem flytjast saman milli staða, en ekki eingöngu litið á einstaklingana. Það skiptir máli við greiningu á búsetuþróun, enda flytja fjölskyldur og heimili gjarnan saman, en ekki hver einstaklingur fyrir sig.

Búsetuþróun 1988-2007 - Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.