Út eru komnar töflur um dánarorsakir árið 2002. Alls dóu 1.822, 936 karlar og 886 konur. Nær þrír af hverjum fjórum látnum voru eldri en 70 ára. Eins og annars staðar í heiminum þar sem meðalaldur er hár voru algengustu dánarorsakir blóðrásarsjúkdómar (41% allra dauðsfalla) og æxli (28%). Þar á eftir koma sjúkdómar í öndunarfærum (8%) og slys og sjálfsvíg (6%).
Talnaefni