FRÉTT MANNFJÖLDI 09. JÚNÍ 2004

Á árinu 2003 gengu 1.473 pör í hjónaband á Íslandi. Tólf pör staðfestu samvist, sex pör kvenna og sex pör karla. Lögskilnaðir voru 531.

Líkt og annars staðar á Norðurlöndum er giftingartíðni fremur lág hér á landi. Giftingartíðni reiknuð sem fjöldi hjónavígslna af hverjum 1.000 íbúum var 5,1 árið 2003 samanborið við 5,7 árið á undan. Tíðni lögskilnaða af 1.000 íbúum var 1,8 á árinu 2003. Skilnaðartíðni hefur lítið sem ekkert breyst undanfarin þrjátíu ár, en á árabilinu 1961-1975 hækkaði skilnaðartíðni fremur ört. Algengast er að lögskilnaður fari fram á fyrstu árum hjónabands. Þriðjungur þeirra sem skildu að lögum árið 2003 höfðu verið giftir skemur en sex ár og helmingur skemur en tíu ár.   

Nánar verður fjallað um hjónavígslur og lögskilnaði í sérstöku riti Hagtíðinda sem kemur út hinn 16. júní næstkomandi. Þar verður fjallað um sambúðir, hjónavígslur, sambúðarslit og lögskilnaði. Þar verður m.a. gerð sérstök grein fyrir forsjá barna eftir lögskilnað og sambúðarslit. 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.