FRÉTT MANNFJÖLDI 05. OKTÓBER 2005

Töflum á vef Hagstofu Íslands um búferlaflutninga árið 2004 hefur verið breytt. Tæknileg mistök liggja að baki röngum upplýsingum sem birtust á vef  Hagstofunnar hinn 14. febrúar 2005. Samkvæmt eldri tölum voru skráðar 65.576 breytingar á lögheimili í þjóðskrá. Í reynd voru breytingar 66.869. Í 56.699 tilvika (í stað 55.613) var um að ræða búferlaflutninga innanlands, 5.350 (í stað 5.199) fluttust til landsins og 4.820 (í stað 4.764) frá landinu. Breytingar á tölum um búferlaflutninga koma fram í allflestum sveitarfélögum landsins.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.