Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur um íbúafjölda eftir kyni og aldri í einstökum sveitarfélögum hinn 1. desember 2004. Þá voru íbúar á Íslandi 293.291. Ári áður var íbúafjöldi 290.490 og er fjölgunin milli ára því 0,96%. Þetta er talsvert meiri fjölgun en undangengin tvö ár en heldur minni en áratuginn þar á undan (1,03%).
Nánari greining á mannfjölda ársins 2004 verður birt með fréttatilkynningu 15. mars 2005.