Mannfjöldi 1. desember 2010 eftir sveitarfélögum og sóknum
Nú liggja fyrir tölur um íbúafjölda í einstökum sveitarfélögum hinn 1. desember 2010. Þá voru íbúar með lögheimili á Íslandi 318.236. Ári áður var íbúafjöldinn 317.593 og fjölgaði því milli ára um 643 íbúa eða 0,2%.
Frá 1. desember 2009 til 1. desember 2010 fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu (0,7%) og á Norðurlandi eystra (0,3%). Á öðrum landsvæðum fækkaði íbúum, mest á Vestfjörðum (-3,2%), Suðurnesjum (-1,4%) og á Austurlandi (-1,2%). Í öðrum landshlutum var fækkunin óveruleg.
Körlum fækkaði frá 1. desember 2009 til jafnlengdar 2010, en konum fjölgaði um hálft prósent.
| Mannfjöldi eftir landsvæðum og kyni 1. desember 2010 | ||||||
| 2010 | Breyting frá 2009 | |||||
| Alls | Karlar | Konur | Alls | Karlar | Konur | |
| Alls | 318.236 | 159.872 | 158.364 | 0,2% | -0,1% | 0,5% |
| Höfuðborgarsvæði | 202.186 | 100.433 | 101.753 | 0,7% | 0,4% | 0,9% |
| Suðurnes | 21.052 | 10.838 | 10.214 | -1,4% | -1,7% | -1,0% |
| Vesturland | 15.371 | 7.916 | 7.455 | -0,1% | -0,1% | -0,1% |
| Vestfirðir | 7.129 | 3.632 | 3.497 | -3,2% | -4,1% | -2,2% |
| Norðurland vestra | 7.380 | 3.743 | 3.637 | -0,3% | -0,7% | 0,0% |
| Norðurland eystra | 29.006 | 14.534 | 14.472 | 0,3% | 0,2% | 0,5% |
| Austurland | 12.306 | 6.513 | 5.793 | -1,2% | -1,3% | -1,0% |
| Suðurland | 23.806 | 12.263 | 11.543 | -0,3% | -0,6% | -0,1% |
Mannfjöldi 1. desember 2010 eftir sóknum
Jafnframt tölum um mannfjöldann 1. desember birtir Hagstofan nú tölur um skiptingu landsmanna eftir sóknum Þjóðkirkjunnar. Hinn 1. desember síðastliðinn voru sóknarbörn í Þjóðkirkjunni 16 ára og eldri 191.656 en það er fækkun um 3.247 frá fyrra ári; jafngildir það hlutfallslegri fækkun úr 78,9% í 77,4% af öllum 16 ára og eldri.
Tölur um mannfjöldann 1. desember eru fyrst og fremst birtar vegna ákvæða í lögum og reglugerðum um skiptingu sóknargjalda og úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ýtarlegri greining á mannfjöldanum 1. janúar 2011, búferlaflutningum á árinu 2010, svo og á trúfélagsaðild og breytingum hennar verður birt á næsta ári.
Talnaefni
Sveitarfélög
Sóknir