Á vegum mannfjöldadeildar er nú komið út 1. hefti ársins 2005 í ritröðinni Hagtíðindi undir efnisflokknum Mannfjöldi . Að þessu sinni er fjallað um mannfjöldann 31. desember 2004. Fram kemur að landsmönnum fjölgaði um 1,0% á síðasta ári. Þetta er talsvert meiri fjölgun en næstu tvö ár á undan og má einkum rekja hana til vaxandi flutninga til landsins. Á höfuðborgarsvæðinu hefur dregið nokkuð úr fólksfjölgun hin síðari ár; íbúum þar fjölgaði nú um 1,3%. Á landsbyggðinni var fólksfjölgun aftur á móti meiri en verið hefur eða 0,6%. Íbúum fjölgaði mest á Austurlandi um 4,6%. Þar var fyrst og fremst um að ræða fjölgun í hópi erlendra karla en 11.2% allra karla á Austurlandi og 4,2% kvenna á Austurlandi voru skráð með erlent ríkisfang samanborið við 3,5% karla og 3,7% kvenna á landsvísu.
Mannfjöldi 31. desember 2004 - útgáfur
Talnaefni:
Sveitarfélög
Byggðarkjarnar