FRÉTT MANNFJÖLDI 18. APRÍL 2005

Nú liggja fyrir á vef Hagstofu Íslands tölur um mannfjölda eftir fæðingar- og ríkisfangslandi hinn 31. desember 2004. Þá voru 10.636 erlendir ríkisborgarar með lögheimili hér á landi eða 3,6% landsmanna. Undanfarinn ártug hefur íbúum með erlent ríkisfang fjölgað um helming en þeir voru 1,8% þjóðarinnar árið 1995. Nú er hlutfall íbúa með erlent ríkisfang litlu lægra en í mörgum nágrannalandanna. Í Noregi er hlutfallið 4,5%, 5,0% í Danmörku og 5,3% í Svíþjóð.

Nánari greining á mannfjölda eftir ríkisfangi verður í næsta hefti Hagtíðinda undir efnisflokknum Mannfjöldi sem gefið verður út hinn 9. maí næstkomandi. Þar verður einnig fjallað um veiting íslensks ríkisfangs undanfarin ár.

Talnaefni 
 

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.