FRÉTT MANNFJÖLDI 16. MARS 2009

Þann 1. janúar 2009 voru skráðir hérlendis 24.379 erlendir ríkisborgarar. Það samsvarar fjölgun um 958 manns frá sama tíma í fyrra. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda var 7,6% í ársbyrjun 2009 samanborið við 7,4% ári áður.

Mannfjöldi eftir ríkisfangi 1. janúar 2009
Fjöldi Hlutfall
  Alls Karlar Konur Alls Karlar Konur
Alls 319.368 162.068 157.300 100,0 100,0 100,0
Íslenskir ríkisborgarar 294.989 148.056 146.933 92,4 91,4 93,4
Erlendir ríkisborgarar 24.379 14.012 10.367 7,6 8,6 6,6
   Norðurlönd 1.755 727 1.028 0,5 0,4 0,7
   EES - önnur lönd 17.902 11.081 6.821 5,6 6,8 4,3
   Önnur Evrópulönd 967 444 523 0,3 0,3 0,3
   Önnur lönd og óþekkt 3.622 1.698 1.924 1,1 1,0 1,2
   Ríkisfangslausir 133 62 71 0,0 0,0 0,0

Fjölmennastir erlendra ríkisborgara hér á landi voru Pólverjar (11.003), Litáar (1.670), Þjóðverjar (1.140) og  Danir (951) líkt og verið hefur undanfarin ár.

Fram til ársins 2003 voru konur jafnan fjölmennari en karlar í hópi erlendra ríkisborgara. Á tímabilinu 2004–2008 snerist sú þróun við og erlendir karlar urðu mun fleiri en konur. Í ársbyrjun 2009 bar hins vegar svo við að erlendum körlum fækkaði frá árinu áður um 308. Erlendum konum fjölgaði aftur á móti um 1.266 frá fyrra ári.

Tölum ber að taka með þeim fyrirvara að það getur dregist að útlendingar sem fá dvalarleyfi séu skráðir í íbúaskrá og á sama hátt getur orðið töf á því að einstaklingar sem flytjast af landi brott séu felldir af íbúaskrá.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.