Þann 1. janúar 2009 voru skráðir hérlendis 24.379 erlendir ríkisborgarar. Það samsvarar fjölgun um 958 manns frá sama tíma í fyrra. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda var 7,6% í ársbyrjun 2009 samanborið við 7,4% ári áður.
Mannfjöldi eftir ríkisfangi 1. janúar 2009 | ||||||
Fjöldi | Hlutfall | |||||
Alls | Karlar | Konur | Alls | Karlar | Konur | |
Alls | 319.368 | 162.068 | 157.300 | 100,0 | 100,0 | 100,0 |
Íslenskir ríkisborgarar | 294.989 | 148.056 | 146.933 | 92,4 | 91,4 | 93,4 |
Erlendir ríkisborgarar | 24.379 | 14.012 | 10.367 | 7,6 | 8,6 | 6,6 |
Norðurlönd | 1.755 | 727 | 1.028 | 0,5 | 0,4 | 0,7 |
EES - önnur lönd | 17.902 | 11.081 | 6.821 | 5,6 | 6,8 | 4,3 |
Önnur Evrópulönd | 967 | 444 | 523 | 0,3 | 0,3 | 0,3 |
Önnur lönd og óþekkt | 3.622 | 1.698 | 1.924 | 1,1 | 1,0 | 1,2 |
Ríkisfangslausir | 133 | 62 | 71 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
Fjölmennastir erlendra ríkisborgara hér á landi voru Pólverjar (11.003), Litáar (1.670), Þjóðverjar (1.140) og Danir (951) líkt og verið hefur undanfarin ár.
Fram til ársins 2003 voru konur jafnan fjölmennari en karlar í hópi erlendra ríkisborgara. Á tímabilinu 2004–2008 snerist sú þróun við og erlendir karlar urðu mun fleiri en konur. Í ársbyrjun 2009 bar hins vegar svo við að erlendum körlum fækkaði frá árinu áður um 308. Erlendum konum fjölgaði aftur á móti um 1.266 frá fyrra ári.
Tölum ber að taka með þeim fyrirvara að það getur dregist að útlendingar sem fá dvalarleyfi séu skráðir í íbúaskrá og á sama hátt getur orðið töf á því að einstaklingar sem flytjast af landi brott séu felldir af íbúaskrá.