Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár voru landsmenn 319.368 hinn 1. janúar 2009, en voru 315.459 fyrir ári síðan. Þetta jafngildir því að íbúum hafi fjölgað um 1,2% á einu ári. Tölur um mannfjöldann 1. janúar 2008 hafa verið endurskoðaðar til samræmis við endurskoðaðar tölur um búferlaflutninga á árinu 2007 sem Hagstofan birti 12. febrúar síðastliðinn. Endurskoðaður mannfjöldi 1. janúar 2008 er 2.083 hærri en upphaflega var greint frá.
Frá 2003 hefur íbúum á Austurlandi fjölgað um 1.289
Árið 2008 fjölgaði íbúum í öllum landshlutum, að frátöldu Austurlandi. Þar fækkaði íbúum frá fyrra ári um 1.153 og teljast nú 12.849. Engu að síður er um fjölgun að ræða ef litið er til síðustu sex ára. Í byrjun árs 2003 voru íbúar á Austurlandi 11.611 og hefur þeim fjölgað frá ársbyrjun 2003 um 1.238 manns eða um 1,7% á ári að meðaltali. Á Suðurnesjum fjölgaði íbúum um 4,3% á árinu og á Suðurlandi um 2,1%. Á höfuðborgarsvæðinu búa nú 63% þjóðarinnar eða 201.251. Það er fjölgun um 1,7% frá fyrra ári. Á Vestfjörðum fjölgaði íbúum um 49 manns. Er það í fyrsta sinn síðan 1981 sem íbúum fjölgar í þeim landshluta.
Mannfjöldi í landshlutum 1. janúar 2008 og 2009 | ||||
Fjölgun frá | Hlutfallsleg | |||
2008 | 2009 | fyrra ári | skipting | |
Alls | 315.459 | 319.368 | 1,2 | 100,0 |
Höfuðborgarsvæði | 197.945 | 201.251 | 1,7 | 63,0 |
Suðurnes | 20.659 | 21.544 | 4,3 | 6,7 |
Vesturland | 15.569 | 15.707 | 0,9 | 4,9 |
Vestfirðir | 7.336 | 7.385 | 0,7 | 2,3 |
Norðurland vestra | 7.384 | 7.401 | 0,2 | 2,3 |
Norðurland eystra | 28.902 | 29.081 | 0,6 | 9,1 |
Austurland | 14.002 | 12.849 | -8,2 | 4,0 |
Suðurland | 23.662 | 24.150 | 2,1 | 7,6 |
Frá árinu 1998 hefur sveitarfélögum fækkað um 46
Hin 1. janúar 2009 voru sveitarfélög 78 talsins. Hins vegar var fjöldi sveitarfélaga í byrjun árs 1998 163 talsins. Þeim hefur því fækkað um 46 á 11 árum vegna sameininga. Ein sameining sveitarfélaga átti sér stað á árinu 2008. Þann 15. júní sameinuðust Aðaldælahreppur og Þingeyjarsveit. Nafn hins nýja sveitarfélags er Þingeyjarsveit. Í sameinuðu sveitarfélagi bjuggu 948 íbúar 1. janúar 2009.
Árið 2007 var skilgreindur nýr byggðakjarni í Reykjanesbæ. Byggðakjarninn er á því landi sem áður heyrði undir bandarísku herstöðina og ber nafnið Vallarheiði. Í honum bjuggu 1.140 manns samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár 1. janúar 2009.
Talnaefni:
Sveitarfélög
Byggðakjarnar