FRÉTT MANNFJÖLDI 08. MAÍ 2025

Samtals bjuggu 389.990 manns á Íslandi í lok fyrsta ársfjórðungs 2025. Þar af 199.880 karlar, 189.910 konur og kynsegin/annað voru 200. Landsmönnum fjölgaði um 550 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 249.560 manns en 140.430 á landsbyggðinni. Erlendir ríkisborgarar voru 67.890 eða 17,4% af heildarmannfjöldanum.

Á fyrsta ársfjórðungi 2025 fæddust 1.050 börn en 710 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 190 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 250 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 450 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1030 , netfang mannfjoldi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.