FRÉTT MANNFJÖLDI 20. JÚLÍ 2018

Í lok 2. ársfjórðungs 2018 bjuggu alls 353.070 manns á Íslandi, 180.420 karlar og 172.650 konur. Landsmönnum fjölgaði um 2.360 á ársfjórðungnum eða um 0,7%. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 225.210 manns en 127.860 utan þess.


Alls fæddust 1.010 börn á 2. ársfjórðungi, en 590 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.940 fleiri einstaklingar til landsins en frá því. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 190 umfram brottflutta. Aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.750 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 140 manns á 2. ársfjórðungi 2018. Alls fluttust 480 íslenskir ríkisborgarar frá landinu og af þeim fluttust 290 til Danmerkur, Noregs eða Svíþjóðar. Af þeim 1.410 erlendu ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 480 manns.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar voru frá Danmörku (200), Noregi (150) og Svíþjóð (130), samtals 470 manns af 670. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 1.140 til landsins af alls 3.150 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst, en þaðan fluttust 390 erlendir ríkisborgarar til landsins. Í lok annars ársfjórðungs bjuggu 41.280 erlendir ríkisborgarar á Íslandi.

Mannfjöldi, fæðingar, andlát og búferlaflutningar á 2. ársfjórðungi 2018
  Alls Karlar Konur
Mannfjöldinn í lok ársfjórðungsins 353.070 180.420 172.650
Mannfjöldinn í upphafi ársfjórðungsins 350.710 178.980 171.730
Breyting 2.360 1.440 920
Fæddir 1.010 540 470
Dánir 590 300 290
Aðfluttir umfram brottflutta 1.940 1.200 740
Aðfluttir 3.820 2.380 1.440
Brottfluttir 1.880 1.180 700
Allar tölur eru námundaðar að næsta tug ef mannfjöldinn er meiri en 50 en að næsta hálfa tug ef talan er lægri. Ekki er tryggt að tölur gangi upp í samtölur vegna námundunarinnar.

Mannfjöldinn er reiknaður eins og hann stendur samkvæmt þjóðskrá.


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1030 , netfang mannfjoldi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.