Í lok 2. ársfjórðungs 2025 bjuggu 391.810 manns á Íslandi, 200.660 karlar, 190.950 konur og kynsegin/annað voru 200. Landsmönnum fjölgaði um 1.810 á ársfjórðungnum. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 250.400 manns en 141.410 utan þess. Erlendir ríkisborgarar voru 68.980 eða 17,6% af heildarmannfjöldanum.
Á 2. ársfjórðungi 2025 fæddust 1.100 börn, en 600 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.350 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Aðfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 100 umfram brottflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 1.240 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.