FRÉTT MANNFJÖLDI 24. ÁGÚST 2015

Alls var 7.471 íbúi búsettur á stofnanaheimili hinn 31. desember 2011 samkvæmt manntalinu sem Hagstofa Íslands tók þann dag. Flestir bjuggu á hjúkrunarheimilum og heimilum fyrir aldraða, eða 3.853, en 2.545 voru búsettir í námsmannaíbúðum. Alls voru 812 búsettir á heimilum fyrir fatlað fólk, en 261 með búsetu í annars konar stofnunum.

Þá var 761 íbúi án heimilis, þar af 111 á útigangi og 650 í húsnæðishraki hinn 31. desember 2011. Langflestir heimilislausra voru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu. Karlar voru í meirihluta meðal heimilislauss fólks.

Manntalið 2011: Stofnanaheimili og heimilislausir - Hagtíðindi

Flokkunarkerfi íslenskra stofnanaheimila og leiðbeiningar um flokkun í manntali - Hagtíðindi - Greinargerðir

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.