Komið hefur í ljós villa í aldursskiptingu talna um mannfjöldann 1. desember 2011. Tafla um skiptingu landsmanna eftir sveitarfélögum, kyni og aldri 1. desember 2011 frá því 14. febrúar eru því endurbirtar, sem og tvær töflur um skiptingu eftir trúfélögum og sóknum sem birtar voru 7. febrúar.

Þar sem tölur um trúfélög eru miðaðar við þá sem náð hafa 16 ára aldri í árslok 2011 leiddi þessi villa til þess að heilan árgang (16 ára) vantaði í tölurnar um greiðendur sóknargjalda og skiptingu landsmanna 16 ára og eldri eftir sóknum þjóðkirkjunnar.

Talnaefni:
     Sveitarfélög
     Trúfélög