FRÉTT MENNING 01. APRÍL 2015

Hinn 1. janúar síðastliðinn voru sóknarbörn í Þjóðkirkjunni 242.743 eða 73,8% mannfjöldans. Fyrir tíu árum voru þau rúmlega 8.000 fleiri og hlutfallið 85,4% af mannfjöldanum og hefur því sóknarbörnum í Þjóðkirkjunni fækkað um 3,2% síðastliðinn áratug. Kaþólska kirkjan er næstfjölmennasta trúfélag landsins með 11.911 félagsmenn (3,6%). Flest hinna trú- og lífsskoðunarfélaganna eru smá og einungis fríkirkjurnar þrjár ná því að vera með yfir eitt prósent mannfjöldans innan sinna raða. Einstaklingar utan trú- og lífsskoðunarfélaga voru 18.458 hinn 1. janúar 2015, en 23.259 voru í óskráðu trú- eða lífsskoðunarfélagi eða með ótilgreinda félagsaðild.

Fjöldi eftir trú- og lífsskoðunarfélögum 2005 og 2015
    2005 2015
    Fjöldi % Fjöldi %
           
Alls 293.577 100,0

329.100

100,0
Þjóðkirkjan 250.759 85,4 242.743 73,8
Fríkirkjur 13.247 4,5 19.320 5,9
 

Fríkirkjan í Reykjavík

6.281 2,1 9.556 2,9
 

Fríkirkjan í Hafnarfirði

4.375 1,5 6.416 2,0
 

Óháði söfnuðurinn

2.591 0,9 3.348 1,0
Önnur skráð trú- og lífsskoðunarfélög 15.455 5,3 27.428 8,3
 

Kaþólska kirkjan

5.787 2,0 11.911 3,6
 

Hvítasunnukirkjan á Íslandi

1.813 0,6 2.108 0,6
 

Ásatrúarfélagið

879 0,3 2.675 0,8
 

Önnur skráð trú- og lífsskoðunarfélög

6.976 2,4 10.734 3,3
Önnur trúfélög og ótilgreint 8.777 3,0 23.259 7,1
Utan trúfélaga 7.152 2,4 18.458 5,6


Breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild

Alls voru 4.529 breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagsaðild skráðar árið 2014. Flestar breytingar á trú- og lífsskoðunarfélagi má rekja til úrsagna úr þjóðkirkjunni, eða 2.533. Alls gengu 2.079 fleiri úr þjóðkirkjunni en í hana á árinu. Árið áður voru brottskráðir úr þjóðkirkjunni 1.716 fleiri en nýskráðir. Árið 2014 fjölgaði þeim sem skráðu sig utan trú- og lífsskoðunarfélaga um 1.225 manns. Af trúfélögum varð mest fjölgun í Kaþólsku kirkjunni, en í hana skráðu sig 469 fleiri en sögðu sig úr henni. Næstmest var fjölgunin í Siðmennt, eða um 409 manns. Í Ásatrúarfélaginu fjölgaði meðlimum um 312 manns.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.