TALNAEFNI MENNTUN 03. JÚLÍ 2025

Rúm 64% 4.411 nýnema á framhaldsskólastigi árið 2019 höfðu útskrifast árið 2023 sem er svipað hlutfall og hjá nýnemum árið 2018. Tæp 15% nýnema voru enn í námi fjórum árum síðar án þess að hafa útskrifast en tæplega 21% höfðu hætt námi.

Tæplega 74% nýnema árið 2019, sem áttu að minnsta kosti annað foreldrið með háskólamenntun, höfðu brautskráðst árið 2023 en rúmlega 41% þar sem hvorugt foreldrið hafði lokið framhaldsskólastigi.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang menntamal@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.