Árið 2023 voru 43,5% landsmanna á aldrinum 25-34 ára með háskólamenntun, 31,3% karla og 57,5% kvenna. Tæp 19% 25-34 ára íbúa höfðu eingöngu lokið grunnmenntun og tæp 38% höfðu lokið menntun á framhaldsskólastigi. Hlutfall 25-34 ára íbúa með háskólamenntun á höfuðborgarsvæðinu var 48,5% en 33,4% utan höfuðborgarsvæðisins.
Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 45% 25-34 ára íbúa ríkja þess með háskólamenntun en meðaltalið árið 2023 var 43,1%.