FRÉTT MENNTUN 21. APRÍL 2004

Út er komið annað hefti í efnisflokknum Skólamál í nýrri ritröð Hagtíðinda árið 2004. Að þessu sinni er fjallað um starfsfólk í leikskólum í desember 2003.
     Í desember 2003 störfuðu 4.684 starfsmenn í 3.811 stöðugildum í 267 leikskólum á Íslandi. Starfsmönnum hefur fjölgað um 5,9% og stöðugildum um 6,5% frá desember 2002. Fjölgunin er hlutfallslega mest meðal háskólamenntaðs starfsfólks. Leikskólakennarar eru 30% starfsfólks við uppeldi og menntun barna í leikskólum. Í desember 2003 höfðu 21,9% starfsmanna sem voru við störf í desember 2002 hætt störfum. Brottfall starfsmanna hefur minnkað árlega frá 1998. Um 80% leikskólakennara sem útskrifuðust vorið 2003 voru við störf í leikskólum í desember 2003. Þriðjungur (34,4%) leikskólakennara sem útskrifuðust vorið 1998 var hvorki við störf í leikskólum né í leyfi í desember 2003. Þegar litið er á alla starfsmenn leikskóla í desember 1998 höfðu 46,8% hætt störfum í desember 2003.

Starfsfólk í leikskólum í desember 2003 - útgáfur  

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.