FRÉTT MENNTUN 17. SEPTEMBER 2008

Hagstofa Íslands gefur út íslensku náms- og menntunarflokkunina ÍSNÁM2008. ÍSNÁM2008 sýnir flokkun náms á Íslandi samkvæmt alþjóðlegu menntunarflokkuninni ISCED97. Í handbókinni er farið yfir skilgreiningar á stigum og sviðum náms. Jafnframt er á vef Hagstofu Íslands sýnd flokkun náms ofan grunnskóla í hinu hefðbundna menntakerfi á Íslandi á árunum 1997 til 2007 samkvæmt ÍSNÁM2008. Unnið er að flokkun eldra náms og verður hún birt á vef Hagstofunnar þegar vinnunni er lokið.

Við innleiðingu ÍSNÁM2008 hefur mennta- og menningarmáladeild Hagstofunnar unnið í samráði við menntamálaráðuneytið að flokkun menntakerfisins hér á landi eftir staðlinum. Samráð hefur einnig verið haft við þær alþjóðastofnanir sem Ísland starfar mest með en það eru Efnahags- og framfarastofnunin í París (OECD), Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).

Tölur um íslenska skólakerfið samkvæmt ÍSNÁM2008 má finna á vef Hagstofu Íslands, t.d. upplýsingar um fjölda nemenda eftir stigum og sviðum.
Handbók um ÍSNÁM2008 flokkunina má sækja ókeypis á vef Hagstofu Íslands. Eintök á pappír er hægt að panta á vefnum og kostar ritið 2.600 kr.

ÍSNÁM2008 - Útgáfa

ÍSNÁM2008 - Yfirlit

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.