Tekjur íslenskra fjölmiðla lækkuðu lítillega á árinu 2017 frá fyrra ári, eða um tvo hundraðshluta reiknað á föstu verðlagi. Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu 27,9 milljörðum króna. Tekjur af notendagjöldum voru tæpir 15 milljarðar og af auglýsingum og kostun rúmlega 13 milljarður króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2017 eru um 18 af hundraði lægri en er best lét árin 2006 og 2007. Helmingur tekna fjölmiðla fellur til sjónvarps og fjórðungur til dagblaða og vikublaða. Hlutdeild einkarekinna fjölmiðla nam 78 prósent af samanlögðum tekjum á fjölmiðlamarkaði og 84 prósent af auglýsingatekjum á móti 22 og 16 prósenta hlut Ríkisútvarpsins.

Umtalsverður samdráttur varð í tekjum fjölmiðla (þ.e. dag- og vikublaða og tímarita og annarra blaða, hljóðvarps og sjónvarps og vefmiðla) í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Frá árunum 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um ríflega fjórðung reiknað á verðlagi ársins 2017. Síðan þá hafa tekjurnar aukist lítillega. Þær eru nú sambærilegar við það sem var í kringum aldamótin og næstu árin þar á eftir. Þrátt fyrir samdrátt í tekjum varð þetta minni samdráttur hérlendis en hjá fjölmiðlum í öðrum löndum.1 Mestu munaði um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú 28 af hundraði lægri en þegar þær voru hæstar (2007), reiknað á föstu verðlagi. Á sama tíma hafa áskrifartekjur lítillega hækkað eða um einn af hundraði (sjá mynd 1).

Tekjur fjölmiðla á föstu verðlagi 1997-2017

Tekjusamdráttarins gætir á ólíkan hátt eftir miðlum. Hann er tilfinnanlega mestur í útgáfu blaða og tímarita, sem rekja má að miklu leyti til breyttrar fjölmiðlanotkunar með tilkomu nýrra og fjölbreyttari leiða við miðlun sjónvarps og myndefnis, sífellt aukinnar netnotkunar almennings og greiðslu auglýsenda fyrir birtingu auglýsinga á erlendum vefmiðlum. Tekjur af útgáfu blaða og tímarita hafa þannig lækkað hátt í helming að raunvirði frá árinu 2006. Á sama tíma hafa tekjur hljóðvarps aukist um 13 af hundraði og sjónvarps um fjögur prósent, á meðan tekjur vefmiðla hafa meira en fjórfaldast á föstu verðlagi (sjá töflu 1).

Tafla 1. Tekjur eftir tegund fjölmiðla á föstu verðlagi 1986-2017 (vísitala 100=2017)  
Fjölmiðlar, alls Dagblöð og vikublöð Tímarit og önnur blöð Hljóðvarp Sjónvarp Vefmiðlar
1986 .. 126 .. 57 20 .
1987 .. 141 .. 61 35 .
1988 .. 146 .. 59 44 .
1989 .. 135 .. 63 47 .
1990 .. 133 .. 66 48 .
1991 .. 136 .. 69 51 .
1992 .. 126 .. 67 51 .
1993 .. 118 .. 67 50 .
1994 .. 116 .. 67 51 .
1995 .. 117 .. 67 53 .
1996 .. 124 .. 74 55 .
199778 125 122 75 61 .
199885 138 134 79 67 2
199994 148 176 87 73 7
200098 146 192 86 79 12
200198 133 200 83 87 9
200294 126 203 80 84 8
200393 130 164 84 81 11
200497 145 164 82 80 18
2005108 171 187 86 87 17
2006118 192 182 88 96 19
2007118 181 189 94 98 24
2008109 155 162 92 96 28
200990 99 146 85 90 27
201087 95 118 83 89 31
201192 105 111 82 91 54
201290 101 109 80 91 51
201390 100 112 78 90 55
201490 99 109 83 88 69
201593 94 110 86 92 92
2016102 106 108 99 99 109
2017100 100 100 100 100 100
Tekjur í millj. kr. 2017 27.908 7.043 1.341 3.717 13.876 1.931
Skýring: Dagblöð og vikublöð: dagblöð eingöngu 1984-1994.

Breytt fjölmiðlaneysla almennings endurspeglast að nokkru í breyttri skiptingu á tekjum fjölmiðla frá árinu 1998 eins og tafla 2 sýnir. Breytingar á skiptingu tekna milli ólíkra tegunda fjölmiðla hafa verið meiri hin seinni ár en þær voru framan af tímabilinu. Árið 2017 féll helmingur tekna fjölmiðla til sjónvarps, í stað 39 prósenta árið 1998. Hlutur hljóðvarps hefur verið nær óbreyttur um langt árabil, eða 13 af hundraði árið 2017, samanborðið við 12 prósent 1998. Hlutdeild tímarita hefur farið úr átta í fimm af hundraði á sama tíma. Samdrátturinn hefur verið mestur í útgáfu dag- og vikublaða, en hlutdeild þeirra í tekjum fjölmiðla lækkaði úr 41 í 26 af hundraði. Vefmiðlar hafa hægt og bítandi aukið hlut sinn á sama tímabili og er nú svo að sjö hundraðshlutar fjölmiðlatekna renna til þeirra og hefur það hlutfall haldist stöðugt frá árinu 2015.

Tafla 2. Hlutfallsleg skipting fjölmiðlatekna eftir tegund fjölmiðla 1998-2017 
Dagblöð og vikublöð Tímarit og önnur blöð Hljóðvarp Sjónvarp Vefmiðlar
199841812390
199940912380
200038912401
2001341011441
2002341011441
200335812431
200438811411
200540811401
200641710411
200739811411
200836711442
200928813502
201027713512
201129612494
201228612504
201328612504
201428612495
201526612497
201626513487
201725513507
Bretying í prósentustigum, +/-
1998–20085-1-152
2008–2017-11-2265
1998–2017 -16 -3 1 11 7

Af hverjum hundrað krónum sem runnu til fjölmiðla árið 2017 féllu 78 í hlut einkarekinna miðla á móti 22 krónum til Ríkisútvarpsins. Af tæplega 28 milljarða króna tekjum fjölmiðla árið 2017 runnu 21,7 milljarðar króna til fjölmiðla í einkaeigu á móti tæplega 6,2 milljörðum króna til Ríkisútvarpsins. Frá árinu 1997 hefur hlutur Ríkisútvarpsins í heildartekjum fjölmiðla lækkað úr 26 af hundraði í 22 af hundraði árið 2017 (sjá mynd 2).

Hlutfall Ríkisútvarpsins í fjölmiðlatekjum 1986-2017

Fyrstu árin eftir að einkaréttur Ríkisútvarpsins til útvarpsendinga var afnuminn í ársbyrjun 1986 lækkaði hlutdeild þess í tekjum hljóðvarps og sjónvarps hratt með tilkomu einkarekinna hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva. Frá aldamótum hefur hlutdeild Ríkisútvarpsins á markaði haldist nær óbreytt. Árið 2017 féllu um 58 af hundraði tekna af hljóðvarpi og um 29 af hundraði af tekjum af sjónvarpsstarfsemi í hlut Ríkisútvarpsins, eða 35 af hundraði af samanlögðum tekjum hljóðvarps- og sjónvarps.

Árið 2017 runnu 11 milljarðar króna af auglýsingatekjum fjölmiðla til einkaaðila á móti tveimur milljörðum króna sem féllu í hlut Ríkisútvarpsins. Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum fjölmiðla það ár var 16 af hundraði. Á sama tíma nam hlutdeild þess í auglýsingatekjum hljóðvarps 34 af hundraði og 48 af hundraði í auglýsingatekjum sjónvarps. Samanlögð hlutdeild Ríkisútvarpsins á útvarpsmarkaði árið 2017 var 41 af hundraði.

Frá því að einkaréttur Ríkisútvarpsins var afnuminn í ársbyrjun 1986 og starfsemi einkarekinna hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva hófst lækkaði hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum eðlilega umtalsvert. Frá hruni jókst hlutur þess á ný í samanlögðum auglýsingatekjum sjónvarps á ný. Hlutdeild þess hefur frá árinu 2010 að mestu staðið í stað, eða verið milli 45 og 48 af hundraði. Hins vegar hefur hlutur Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum hljóðvarps lækkað talsvert frá 2013, eða úr 45 í 34 af hundraði (sjá mynd 3).

Hlutdeild Ríkisútvarpsins í auglýsingatekjum og kostun fjölmiðla 1986-2017

Um gögnin
Upplýsingar um tekjur fjölmiðla eru fengnar frá rekstraraðilum fjölmiðla til Fjölmiðlanefndar frá 2011 (áður Hagstofu Íslands) og úr ársreikningum. Í þeim tilfellum þegar upplýsingar frá rekstraaðilum skortir eru tekjurnar metnar út frá virðisaukaskatti og öðrum tiltækum upplýsingum. Fjölmiðlatekjur eru hér skilgreindar sem tekjur fjölmiðla af sölu til notenda (áskriftir, lausa- og þáttasala auk útvarpsgjalds sem lagt er á skattskylda einstaklinga og lögaðila sem ætlað er að standa straum af lögbundinni starfsemi Ríkisútvarpsins) og af birtingu og flutningi auglýsinga ásamt kostun. Upplýsingar um tekjur einstaka einkarekna fjölmiðla eru ekki gefnar upp.

1Áætlað er að bandarískir fjölmiðlar hafi séð á bak 40 af hundraði af tekjum í kjölfar bankakreppunnar þar í landi árið 2008 (R. G. Picard, The Economics and Financing of Media Companies. 2. endursk. útg. New York: Fordham University Press, 2011).

Talnaefni