Meðal raforkuverð í evrum/kWh til heimila og fyrirtækja á fyrri helmingi 2018 (2018-H1) var almennt lægra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Raforkuverðið mælist nokkru lægra hjá notendum sem nota 1.000 og 2.500 kílóvattstundir (kWh) á ári, en sú notkun er algengust á heimilum. Einnig er raforkuverð hjá þeim sem nota yfir 15.000 kWh nokkuð lægri en í nágrannalöndunum. Orkuböndin sem hér eru tekin saman samsvara ekki vöruflokkum dreifiaðila, heldur eru þau tekin saman út frá skráðri raforkunotkun og verði til neytenda. Hér er eingöngu um að ræða verð á raforku sem afgreidd er í gegnum dreifiaðila, og nær ekki til sölu raforku um framleiðslunet til stóriðju.

Verð í evrum

Þegar raforkuverð er skoðað í jafnvirðisgildium (PPP) er gildið lægra á Íslandi fyrir öll orkubönd. Jafnvirðisgildi eru verðlagsgrundvöllur sem sýnir hve mikið þarf í gjaldmiðlum ríkja til að kaupa sama magn vöru og þjóunustu innan hvers ríkis, og er því ekki eins háð gengi og umreikningi yfir í evrur.

Kaupmáttargreining (ppp)

Raforkuverð á jafnvirði hjá notendum með notkun á bilinu 1.000-2.500 kWh hefur verið lægra á Íslandi frá 2013 miðað við önnur Norðurlönd. Danir greiða hæsta raforkuverðið, en Svíar, Norðmenn og Finnar greiða 30-40% hærra verð en Íslendingar.

Kaupmáttargreining (ppp): orkuband

Þróun í krónuverði á rafmagni hefur verið nokkuð stöðug á þeim orkubilum sem mest eru notuð hjá heimilum. Orkuverð hjá þeim sem nota undir 1.000 kWh á ári reiknast nokkuð hátt, en hér er fastagjald stór hluti af gjaldinu fyrir litla notkun. Hjá orkukaupendum í orkubandi á milli 1.000 og 2.500 kWh á ári hækkaði kostnaður um 1-2,5% milli ára til ársins 2016, en hefur lækkað lítillega síðan. Rafmagnsverð fyrir notkun á milli 2.500-5.000 kWh og 5.000-15.000 kWh hefur hækkað um 1-4% milli ára. Nokkur sveifla hefur verið í verði til þeirra sem nota yfir 15.000 kWh á ári vegna niðurgreiðslu raforkukostnaðar til húshitunar.

Verð í evrum

Fjöldi notenda í hverju orkubandi
Um þriðjungur af raforkusölu í dreifikerfinu fer á orkubandið 1.000-2.500 kWh á ári. Tæp 40% fara til orkunotenda með yfir 15.000 kWh, en aðeins um 1% notanda eru á orkubandinu <1.000 kWh. Hægt er að reikna lágmarksfjölda notenda með því að deila sölumagni með efri mörkum hvers bands (notast er við 25.000 kWh sem efri mörk fyrir bandið >15.000 kWh). Með þessu sést að flestir orkukaupendur eru með notkun á bilinu 1.000-2.500 kWh, en mjög fáir á öðrum orkuböndum. Í myndinni að neðan ná gögn fyrir 2015 og 2018 eingöngu yfir hálft ár.

Lágmarksfjöldi orkukaupenda eftir orkuböndum

Talnaefni
Talnaefni á vef Eurostat